Flateyri: Íbúafundur um árangur Flateyrarverkefnisins 15. nóvember

Hverfaráð Önundarfjarðar og verkefnisstjórn Flateyrarverkefnisins bjóða til íbúafundar um árangur Flateyrarverkefnisins í samkomuhúsinu á Flateyri þriðjudaginn 15. nóvember kl. 17.

Fundarstjóri er Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri.

Dagskrá:

  1. 17.00-17.20: Staða verkefna sem hafa fengið styrk úr Flateyrarsjóði, verkefnastjóri
  2. 17.20 - 17.50: Kynning á styrktum verkefnum:
    1. Sjóböð í Holti, Runólfur Ágústsson
    2. Smáspunaverksmiðja Önundarfirði, Sigríður Júlía Brynleifsdóttir
    3. Skautasvell á Flateyri, Sunna Reynisdóttir
  3. Örstutt kaffipása
  4. 17.55 – 18.05: Staða aðgerða frá íbúafundi í september 2021, sjá Niðurstöður íbúaþings - Aðgerðir | Trello, verkefnastjóri
  5. 18.05 – 18.35: Fundurinn metur árangur og svarar eftirfarandi spurningum í hópavinnu:
    1. Hvernig hafa mál þróast síðan á íbúafundi 2021? Áfram, staðið í stað eða niður á við?
    2. Er ástæða til að loka spjöldum eða breyta um litakóða á trellóborðinu ?
    3. Hvað væri mikilvægast að ná fram í málafloknum á þeim skamma tíma sem eftir er af verkefninu?
  6. 18.35 – 19.00: Niðurstöður hópa og framtíð verkefnisins.

Öll sem láta sig hagsmuni Önundarfjarðar varða eru hvött til að mæta!