Flateyri: Íbúafundur 23. nóvember

Ísafjarðarbær boðar til íbúafundar fyrir Flateyringa þann 23. nóvember kl. 17:30 þar sem fulltrúar viðbragðsaðila munu fara yfir aðgerðir sem gripið hefur verið til í kjölfar snjóflóðanna 14. janúar sl. og viðbrögð við uppfærðu hættumati og rýmingaráætlun. Auk þess munu fulltrúar Vegagerðarinnar kynna vinnu við athuganir á aðgerðum vegna snjóflóðahættu á Flateyrarvegi.

Dagskrá:

Almannavarnarnefnd– Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri á Vestfjörðum

Rauði kross Íslands – Tryggvi Hjörtur Oddsson, neyðarvarnarfulltrúi

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða – Gylfi Ólafsson, forstjóri

Björgunarsveitin Sæbjörg – Magnús Einar Magnússon, formaður

Vegagerðin – Geir Sigurðsson, verkefnastjóri, og Gísli Eiríksson, fráfarandi forstöðumaður jarðganga

Fundarstjóri: Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar

Fundurinn mun fara fram í gegnum fjarfundabúnað og verður aðgengilegur á eftirfarandi slóð: https://us02web.zoom.us/j/84715572178