Flateyrarverkefnið framlengt til 30. júní 2024
22.02.2023
Fréttir
Nýsköpunar- og þróunarverkefni á Flateyri, einnig þekkt sem Flateyrarverkefnið, hefur verið framlengt til 30. júní 2024. Verkefnið er unnið í samstarfi við verkefnisstjórn á grundvelli samnings milli samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, Ísafjarðarbæjar og Vestfjarðarstofu og var komið á koppinn í kjölfar snjóflóðanna 2020.
Síðastliðið haust sótti Ísafjarðarbær um framlengingu Flateyrarverkefnisins um eitt ár, meðal annars á þeim forsendum að Covid-19 hefði tafið starfið og að mörgum verkefnum væri ólokið. Ríkisstjórnin samþykkti beiðnina í gær, þriðjudaginn 21. febrúar, og bætast þá væntanlega 20 miljónir við Flateyrarsjóðinn auk þess sem fjármagn verður til fyrir stöðu verkefnisstjóra í ár í viðbót.