Fasteignagjöld 2023

Álagningarseðlar fasteignagjalda 2023 hafa verið birtir á þjónustugátt Ísafjarðarbæjar og á minarsidur.island.is. Greiðsluseðlar verða sendir út í framhaldinu. Vegna tæknilegra örðugleika er sundurliðun fasteignagjalda eingöngu aðgengileg á álagningarseðli en ekki á greiðsluseðli.

Frekari upplýsingar um álagningu fasteignagjalda og greiðslufyrirkomulag má finna í samantekt um fasteignagjöld.

Fasteignagjöld eru innheimt mánaðarlega, fyrir utan fasteignagjöld sem eru kr. 45.000,- eða lægri, þau eru innheimt með einum gjalddaga, 15. apríl.

Nánari upplýsingar og aðstoð við að:

  • fá senda greiðsluseðla fyrir fasteignagjöldum
  • fá senda álagningarseðla
  • senda inn erindi vegna fasteignagjalda

má fá með því að senda fyrirspurn á innheimta@isafjordur.is eða í síma 450 8000.

Umsóknir um afslátt af fasteignagjöldum fyrir elli- og örorkulífeyrisþega fara í gegnum velferðarsvið en hægt er að sækja um rafrænt í þjónustugátt.

Fasteignamat er gefið út árlega af Þjóðskrá Íslands og hækkaði um 18% í Ísafjarðarbæ frá árinu 2022. Ef fasteignamat íbúðarhúsnæðis er skoðað eftir byggðakjörnum þá hækkaði fasteignamatið mest í sérbýli á Suðureyri, eða 36,3%.

Matssvæði íbúðarhúsnæðis

% breyting fyrir sérbýli

% breyting fyrir fjölbýli

Ísafjörður: Eldri byggð

23,7%

12,1%

Ísafjörður: Nýrri byggð

25,5%

15,0%

Hnífsdalur

31,7%

12,8%

Suðureyri

36,3%

11,5%

Flateyri

31,5%

12,9%

Þingeyri

16,2%

11,5%

Hornstrandir

22,1%

0,0%

Fasteignagjöld sveitarfélagsins eru lögð árlega á flestar fasteignir í sveitarfélaginu sem metnar eru fasteignamati samkvæmt fasteignaskrá. Fasteignagjöld 2023 eru áætluð 883,2 m.kr en voru áætluð 758,7 m.kr. árið 2022.

Fasteignaskattur er einn liður fasteignagjalda og er jafnframt þriðji stærsti tekjustofn sveitarfélagsins. Fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði er óbreyttur frá árinu 2022, eða 0,56%. Lóðarleiga á íbúðarhúsnæði er 1,5%, vatnsgjald á íbúðarhúsnæði er 0,02% og holræsagjald á íbúðarhúsnæði er 0,15%, sem er einnig óbreytt álagning frá 2022.

Hægt er að fá aðstoð eða gera athugasemdir við innheimtu með því að senda tölvupóst á innheimta@isafjordur.is eða hringja í síma 450 8000.

Kærufrestur á álagningu er til 28. febrúar 2023.