Fasteignagjöld 2020
Búið er að birta álagningarseðla fasteignagjalda 2020 á www.island.is og hafa greiðsluseðlar verið sendir út í netbanka. Yfirlit reikninga má einnig finna í bæjardyrum rafræns Ísafjarðarbæjar.
Allar upplýsingar um álagningu fasteignagjalda og greiðslufyrirkomulag má finna í samantekt um fasteignagjöld sem er birt undir gjaldskrám Ísafjarðarbæjar.
Fasteignamat er gefið út árlega af Þjóðskrá Íslands og hækkaði um 9,6% milli ára í Ísafjarðarbæ. Ef fasteignamat íbúðarhúsnæðis er skoðað eftir byggðakjörnum þá hækkaði fasteignamatið mest í nýrri byggð á Ísafirði, eða 18,4%.
Fasteignamat alls | 2019 | 2020 | Breyting |
Ísafjarðarbær, húsmat | 33.795.800 | 37.265.068 | 10,3% |
Ísafjarðarbær, landmat | 4.305.936 | 4.489.544 | 4% |
38.101.736 | 41.754.612 | 9,6% |
Íbúðarhúsnæði eftir matssvæðum | 2019 | 2020 | Breyting |
Ísafjörður: Eldri byggð | 15.025.890 | 16.542.880 | 10,1% |
Ísafjörður: Nýrri byggð | 5.088.590 | 6.023.050 | 18,4% |
Hnífsdalur | 970.120 | 990.210 | 2,1% |
Suðureyri | 1.170.230 | 1.222.030 | 4,4% |
Flateyri | 1.109.948 | 1.197.814 | 7,9% |
Þingeyri | 1.530.926 | 1.569.652 | 2,5% |
Ísafjarðarsýsla | 1.129.216 | 1.136.307 | 1% |
26.024.920 | 28.681.943 | 10% |
Fasteignagjöld sveitarfélagsins eru lögð árlega á flestar fasteignir í sveitarfélaginu sem metnar eru fasteignamati samkvæmt fasteignaskrá. Á árinu 2020 nema fasteignagjöld 650 m.kr. og hækka samanlagt um 1,4% milli ára sem er í samræmi við markmið sveitarfélaga út frá lífskjarasamningum 2019-2022.
Fasteignaskattur er einn liður fasteignagjalda og er jafnframt þriðji stærsti tekjustofn sveitarfélagsins og hækkar hann um 9,9% á milli ára sem er í takt við hækkun á fasteignamati sem er um 9,6%. Lóðarleiga hækkar samanlagt um 6,4% á meðan holræsagjöld lækka um 4,4%, sorpgjöld lækka um 4,3% og vatnsgjöld lækka um 26%. Skatthlutfall vatnsgjalds á íbúðarhúsnæði lækkaði frá fyrra ári úr 0,205% í 0,1% og skatthlutfall holræsagjalds á íbúðarhúsnæði lækkaði úr 0,25% í 0,2%. Sorpförgunargjald var einnig lækkað á milli ára þar sem gjaldtaka var tekin upp á umframúrgangi, eins og lesa má um í frétt frá 19. desember 2019.
Nánari upplýsingar og aðstoð má fá með því að senda fyrirspurn á innheimta@isafjordur.is eða í síma 450 8000, meðal annars til að:
- Skrá sig í boðgreiðslu fasteignagjalda.
- Óska eftir að fá senda greiðsluseðla fyrir fasteignagjöldum þar sem þeir verða, líkt og áður, ekki sendir út til greiðenda fæddra eftir 1946.
- Óska eftir að fá senda álagningarseðla.
- Senda inn erindi vegna fasteignagjalda.
Kærufrestur er til 28. febrúar 2020.