Erla Margrét ráðin skipulags- og umhverfisfulltrúi

Erla Margrét Gunnarsdóttir hefur verið ráðin sem skipulags- og umhverfisfulltrúi hjá Ísafjarðarbæ og hefur hún störf þann 1. maí næstkomandi.

Erla lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands 2001. Hún lauk B.Sc. gráðu sem byggingartæknifræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2006 og hlaut löggildingu sem tæknifræðingur sama ár. Þá lauk hún M.Sc. gráðu sem skipulagsfræðingur í Fachhochschule Frankfurt am Main, í Þýskalandi árið 2011.

Erla hefur meðal annars starfað við burðarvirkjahönnun hjá VSÓ ráðgjöf, við verkefnastjórn, sem deildarstjóri hjá BM-Vallá og hjá Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins við rannsóknir á steinsteypudeild. Frá 2023 hefur hún starfað sem kennslustjóri við Lýðskólann á Flateyri.

Við bjóðum Erlu hjartanlega velkomna til starfa.