Er alþýðumenning þjóðararfur?
Málþingið „Er alþýðumenning þjóðararfur“ verður haldið á vegum Byggðasafns Vestfjarða í Edinborgarhúsinu á Ísafirði klukkan 9 til 16 föstudaginn 2. nóvember. Þar verður fjallað um áhrif aukins ferðamannastraums á rekstur opinberra safna og samkeppni þeirra við einkaaðila. Sérstök áhersla verður lögð á umfjöllun um varðveislu báta.
Dagskrá málþingsins er svohljóðandi:
9.00 – 10.00 Erik Småland fjallar um varðveislu á bátum í Noregi
10.00 – 11.00 Ágúst Ó. Georgsson fjallar um varðveislu á eldri bátum á Íslandi
10.30 – 10.45 Kaffi
10.45 – 11.15 Jón Sigurpálsson og Björn Erlingsson – Björgunarskútan María Júlía, táknmynd skeytingarleysis
11.15 – 11.45 Jón Jónsson – Hvað er alþýðumenning? Er hún þjóðararfur?
12.00 – 13.00 Hádegishlé
13.00 – 13.30 Einar Kárason – „Án skipa væru engir Íslendingar“
13.30 – 14.00 Guðrún Jónsdóttir – Samspil ferðamennsku og framsetningar á íslenskum menningararfi/alþýðumenningu
14.00 – 14.30 Áki Karlsson – Samtaka í þágu menningararfsins
14.30 – 14.45 Kaffi
14.45 – 15.15 Sigurjón Baldur Hafsteinsson – Hver er leiðin fram á við?
15.15 – 16.00 Samantekt, umræður og helstu niðurstöður
17.30 – 19.00 Munir og mynd. Opnun sýningar í Turnhúsinu. Hönnuður: Jón Sigurpálsson
19.00 Kvöldverður í Tjöruhúsinu