Endurskoðun íþrótta- og tómstundastefnu – kallað eftir afstöðu íbúa

Íþrótta- og tómstundanefnd Ísafjarðarbæjar kallar eftir athugasemdum frá íbúum sveitarfélagsins vegna endurskoðunar á gildandi íþrótta- og tómstundastefnu Ísafjarðarbæjar.

Íþrótta- og tómstundastefnan var samþykkt árið 2019, að undangenginni endurskoðun, og telur nefndin að tímabært sé að fara í endurskoðun á henni að nýju. 

Gildandi stefna skiptist í fjóra hluta: 

  • Íþróttastarf barna og unglinga
  • Lýðheilsa
  • Tómstundastarf
  • Keppnisíþróttir og afreksfólk

Íbúar geta kynnt sér stefnuna með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan. Athugasemdum skal skilað til sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, Hafdísar Gunnarsdóttur, á netfangið hafdisgu@isafjordur.is. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 31. janúar 2023. 

Íþrótta- og tómstundastefna Ísafjarðarbæjar