Endurinnrétting og viðbygging við Eyrarskjól
20.03.2019
Fréttir
Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, og Magnús Jónsson, framkvæmdastjóri Gömlu spýtunnar, skrifuðu í dag undir samning um endurinnréttingu og viðbyggingu við leikskólann Eyrarskjól á Ísafirði. Nánar til tekið er um að ræða endurinnréttingu 110 fermetra núverandi húss og byggingu 187 fermetra viðbótar auk 70 fermetra tengigangs. Samkvæmt samningi skal verkinu vera að fullu lokið eigi síðar en 26. maí á næsta ári. Verksamningurinn hljóðar upp á liðlega 225 milljónir og þar sem öll tilboð voru yfir kostnaðaráætlun er samningurinn háður samþykki bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar sem kemur saman á morgun.