Endurgerð lóðar við Eyrarskjól: Samningur undirritaður
17.09.2020
Fréttir
Eins og fram kom í frétt fyrr í vikunni samþykkti bæjarráð að samið yrði við Hellur og lagnir ehf. um verkið „Eyrarskjól-lóð“ sem felur í sér endurgerð lóðar leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði, landmótun, uppsetningu leiktækja, hellulögn og fleiri verkþætti. Í gær, miðvikudaginn 16. september, var samningurinn undirritaður af Birgi Gunnarssyni, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, og Hólmari Inga Guðmundssyni, frá Hellum og lögnum ehf.
Hér fyrir neðan má sjá yfrirlitsmynd frá Verkís af hönnun lóðarinnar.