Dagskrá Veturnátta 2022
12.10.2022
Fréttir
Veturnætur 2022 fara fram dagana 16.-23. október. Að vanda er dagskráin fjölbreytt og skemmtileg og þar má finna viðburði fyrir bæði stóra sem smáa.
Sunnudagur 16. október
- 20:00 Ljósamessa í Ísafjarðarkirkju
Sálmar frá rómönsku Ameríku.
Mánudagur 17. október
- 12:00 - „Annað sjónarhorn“ – Soffía Sæmundsdóttir
Sýning Soffíu Sæmundsdóttur í sal Listasafns Ísafjarðar. Á sýningunni eru málverk á striga, tréplötur og pappír þar sem viðfangsefnið er landslag á Suðurlandi og aðrir áfangastaðir. Ferðir manneskjunnar skapa áhugaverðar tengingar. Áferð, rými og saga, persónuleg og almenn spila inn í upplifun verkanna.
Sýningin er opin kl. 12-18 virka daga og 13-16 laugardag. - 17:30-20:30 - In search of inspiration: writing workshop
Námskeið í skapandi hugsun og skrifum.
Viðburður á Facebook
Þriðjudagur 18. október
- 17:00 - Hinsegin 101 – Fyrirlestur frá Samtökunum 78
Bókasafnið Ísafirði
Miðvikudagur 19. október
- 17:00 - Yoga Nidra – Hugleiðsla og slökun
Imba Finnbogadóttir leiðir Yoga Nidra tíma í Safnahúsinu Ísafirði.
Fimmtudagur 20. október
- 16:00-19:00 - Opið hús í Rammagerð Ísafjarðar
Veist þú hvað er í gangi í Rammagerðinni? Kynntu þér málið á opnu húsi! Léttar veitingar í boði. - 17:00 - Lúðrasveit TÍ spilar í Neista
- 20:00 - Bleikt boð Sigurvonar í Edinborgarhúsinu
Léttar veitingar, tónlist og reynslusaga. Öllum opið og aðgangur ókeypis.
Viðburður á Facebook
20:00 - Kvöld hinna sálugu skálda
Upplestrarkeppni Litla leikklúbbsins á Heimabyggð
Viðburður á Facebook
Föstudagur 21. október
- 16:00-18:00 - „Sápúkúlur sálarinnar“ – Nína Ivanova
Opnun á einkasýningu Nínu Ivanovu, vatnslitamyndir á pappír, í Safnahúsi Ísafjarðar. Einnig kynnir Rannveig Lund barnabók sem Nína myndskreytti. Flestar myndirnar eru tileinkaðar gleði og augnablikum hamingjunnar í lífinu sem eru svo nauðsynleg einmitt núna.
Viðburður á Facebook - 16:00-19:00 - Opið hús í Rammagerð Ísafjarðar
Veist þú hvað er í gangi í Rammagerðinni? Kynntu þér málið á opnu húsi! Léttar veitingar í boði. - 17:00-20:00 - Byggðasafn Vestfjarða
- Opnun á sýningunni „Verur á vappi“, gagnvirkri ljósmyndasýningu Freyju Rein.
- Sýning í tilefni af 170 ára sögu skipstjórnarnáms á Vestfjörðum.
Viðburður á Facebook - 20:30 - Rebekka Blöndal - Tónleikar á Veturnóttum
Rebekka Blöndal, Ásgeir Ásgeirsson og Steingrímur Teague leika ljúfan en jafnframt hressandi jazz og blús í bland við efni af nýútkominni plötu Rebekku sem ber heitið Ljóð. Tónleikarnir fara fram í Edinborgarhúsinu.
Viðburður á Facebook
Laugardagur 22. október
- 12:00-16:00 - Byggðasafn Vestfjarða
„Verur á vappi“, gagnvirk ljósmyndasýning Freyju Rein og sýning í tilefni af 170 ára sögu skipstjórnarnáms á Vestfjörðum. - 13:00 - „Sumarið sem ég fullorðnaðist“
Opnun myndlistarsýningar Írisar Aspar Heiðrúnardóttur á Heimabyggð
Viðburður á Facebook. - 13:00-16:00 - Listasmiðja LRÓ í Edinborgarhúsinu
Rannveig Jónsdóttir, Sandra Borg Bjarnadóttir og Þorgils Óttar Egilsson stýra listasmiðju fyrir börn í Edinborgarhúsinu. - 13:00-16:00 - Vörur úr héraði – Vestfirskur markaður í Dokkunni
Markaður með spennandi vestfirskum vörum - 13:00-17:00 - Kjóla- og kleinumarkaður Kvennakórs Ísafjarðar
Kvennakór Ísafjarðar býður til kjóla- og kleinumarkaðs í Edinborgarhúsinu.
Viðburður á Facebook - 14:00 - Teofani-stúlkan úr Hnífsdal
Sigrún Halla Tryggvadóttir, sagnfræðingur og skjalavörður, fjallar um Jakobínu Ragnheiði Guðmundsdóttur, þátttakanda í Teofani-samkeppninni árið 1930, fyrstu íslensku fegurðarsamkeppninni. Fyrirlesturinn fer fram í Safnahúsinu Ísafirði. - 14:00 - Opið hús í Tónlistarskóla Ísafjarðar
Dagskrá í Hömrum frá 15:00:
Tónskáldakynningar nemenda
Útnefning bæjarlistamanns
Fjöldasöngur
Veitingar - 15:00 - Barnaball og harmonikkukaffi í Tjöruhúsinu
Æðstuprestar ísfirsks tónlistarlífs, þeir BG, Villi Valli og Magnús Reynir, mæta með nikkurnar og bassagítarinn í Tjöruna, hvar þeir munu seiða fram magnaða stemmningu að vanda.
Barnaball (og Svali með!) fyrir yngstu kynslóðina frá kl. 15. Aðrir aldurshópar velkomnir frá kl. 16 (og þá verða kaffiveitingar dregnar fram)!
Aðgangur ókeypis og allir í stuði! - 16:00 - SKORPA – sýningaropnun
Opnun myndlistarsýningar Sigurrósar Guðbjargar Björnsdóttur í Gallerí Úthverfu, Aðalstræti 22, Ísafirði. - 21:00 - Stórtónleikar Dimmu í Edinborgarhúsinu
Miðasala
Sunnudagur 23. október
- 12:00-16:00 - Byggðasafn Vestfjarða
„Verur á vappi“, gagnvirk ljósmyndasýning Freyju Rein og sýning í tilefni af 170 ára sögu skipstjórnarnáms á Vestfjörðum. - 13:00 - Reddingakaffi
Viðburður þar sem komið er saman í Fab Lab til að gera við hluti!
Viðburður á Facebook