COVID-19: Tilkynning vegna leik- og grunnskóla - 20. apríl

Í ljósi þess að aðgerðastjórn almannavarna á Vestfjörðum hefur ákveðið í samráði við sóttvarnalækni, landlækni og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra að tilkynna næstu skref í afléttingu takmarkana er ljóst að starfsemi leik- og grunnskóla sveitarfélagsins verður með ólíku sniði eftir byggðarkjörnum.

Skólahald í leikskólum og grunnskólanum á Ísafirði verður með óbreyttu sniði til 4. maí. Áfram verður opið fyrir forgangsnemendur. Mikilvægt er að foreldrar sæki um forgang í lok hverrar viku fyrir þá næstu á island.is og láti jafnframt forstöðumann vita. Frekari ákvarðanir hafa ekki verið teknar að svo stöddu.

Starfsemi leik- og grunnskóla á Þingeyri, Suðureyri og Flateyri verður með sama sniði og var fyrir hert samkomubann. Nemendur mega vera 20 saman í námshóp en eiga ekki að blandast að öðru leyti í skólastarfinu. Frekari upplýsingar verða settar á vef hvers skóla.