COVID-19: Tilkynning í ljósi hertra aðgerða frá 31. október
30.10.2020
COVID-19
Hertar sóttvarnaráðstafanir taka gildi á morgun, laugardaginn 31. október. Sömu reglur munu gilda um allt land og gert er ráð fyrir að reglur um hertar aðgerðir gildi til og með 17. nóvember.
Helstu takmarkanir:
- Allar takmarkanir ná til landsins alls.
- 10 manna fjöldatakmörk meginregla.
- Heimild fyrir 30 manns í útförum en 10 að hámarki í erfidrykkjum.
- 50 manna hámarksfjöldi í lyfja- og matvöruverslunum en reglur um aukinn fjölda með hliðsjón af stærð húsnæðisins.
- Fjöldatakmarkanir gilda ekki um almenningssamgöngur, hópbifreiðar, innanlandsflug eða störf viðbragðsaðila.
- Fjöldatakmarkanir gilda ekki um störf ríkisstjórnar, ríkisráðs, Alþingis og dómstóla. - 10 manna fjöldatakmörk eiga ekki við þegar fleiri búa á sama heimili.
- Íþróttir óheimilar.
- Sundlaugum lokað.
- Sviðslistir óheimilar.
- Krám og skemmtistöðum lokað.
- Veitingastaðir með vínveitingaleyfi mega ekki hafa opið lengur en til 21.00.
- Grímuskylda þar sem ekki er unnt að tryggja 2 metra nálægðarmörk milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum.
- Börn fædd 2015 og síðar undanþegin 2 metra reglu, fjöldamörkum og grímuskyldu (gilti áður um börn fædd 2005 og síðar).
Ný reglugerð um takmarkanir á skólastarfi verður kynnt á næstu dögum og þegar hún liggur fyrir mun skóla- og tómstundasvið senda frá sér tilkynningu.