COVID-19: Tilkynning frá skóla- og tómstundasviði 30. október
Vegna hertra sóttvarnaraðgerða og takmarkana á störfum stofnana næstu tvær vikur tilkynnist hér með að:
Íþróttahús og sundlaugar verða lokaðar frá og með 31. október til 17. nóvember.
Leikskólar verða opnir en ítrekaðar þær sóttvarnir sem unnið er eftir í hverjum skóla fyrir sig. Börn fædd 2015 og síðar eru eru undanþegin 2 metra reglunni, fjöldatakmörkunum og grímuskyldu. Ef breytingar verða á skólastarfinu senda skólastjórar upplýsingapóst.
Starfsdagur verður í öllum grunnskólum og dægradvöl mánudaginn 2. nóvember, fyrir utan Grunnskólann á Þingeyri þar sem er vetrarfrí. Skólastjóri GÞ mun senda foreldrum upplýsingar. Starfsdagurinn verður nýttur til undirbúnings á skólastarfinu sem tekur við til að minnsta kosti til 17. nóvember. Unnið er að sérstakri reglugerð fyrir skóla til að vinna eftir og verður hún birt um helgina. Misjafnt er á milli skóla Ísafjarðarbæjar hvernig best er að koma til móts við reglurnar en hver og einn skóli og dægradvöl sendir foreldrum upplýsingar um skólahald þegar það liggur fyrir.
Tónlistaskóli Ísafjarðar verður með starfsdag á mánudagurinn og sendir foreldrum frekari upplýsingar varðandi skipulag.
Tökum einn dag í einu, sýnum samstöðu og hugum hvert að öðru. Þannig komumst við í gegnum þetta.
Ísafirði, 30. október 2020
Stefanía H. Ásmundsdóttir
Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs