COVID-19: Takmarkanir frá 25. mars

Stórhertar sóttvarnaaðgerðir taka gildi á miðnætti og munu þær gilda í þrjár vikur. Tíu manna fjöldatakmörkun verður meginregla og aðeins börn fædd 2015 og síðar verða þar undanskilin. Grunn-, framhalds-, tónlistar- og háskólum verður lokað þar til páskafrí tekur við. Ný reglugerð mun kveða á um hvernig skólastarfi verður háttað frá 6. apríl nk. og verður inntak hennar kynnt þegar nær dregur.

Sundlaugar, skíðasvæði og líkamsræktastöðvar sveitarfélagsins loka frá og með 25. mars. Fljótlega mun þó koma í ljós hvort unnt sé að hafa opið á gönguskíðasvæði.

Íþróttir inni og úti, jafnt barna og fullorðinna, sem krefjast meiri nálægðar en 2 metra eða þar sem hætta er á snertismiti vegna sameiginlegs búnaðar, eru óheimilar.

Afgreiðslutími á skrifstofum Ísafjarðarbæjar verður styttur og verður opið frá 12:30-13:30 alla virka daga.

Tilkynningar um frekari viðbrögð verða settar inn á upplýsingasíðu vegna Covid-19 allt eftir því sem málin skýrast.

Bæjarbúar eru hvattir til þess að gæta að persónulegum sóttvörnum og sýna starfsfólki í framlínustörfum tillitssemi á þessum krefjandi tímum.