COVID-19: Fólk í sóttkví flokki ekki rusl
24.03.2020
Sorpmál og endurvinnsla, COVID-19
Íbúar Ísafjarðarbæjar sem eru í sóttkví eru beðnir um að flokka ekki rusl heldur setja allt — pappír, plast, lífrænt og almennt heimilissorp — í tunnuna fyrir heimilissorp. Er þetta til að tryggja öryggi starfsfólks í sorphirðu og á móttökustöð og draga úr líkum á smiti.
Umhverfisstofnun fylgist náið með þróuninni og uppfærir gildandi áætlanir og verklagsreglur um sorphirðu og móttökustöðvar eftir þörfum.