Byggðasafn Vestfjarða hlýtur styrki úr Safnasjóði
13.02.2023
Fréttir
Mynd: Byggðasafn Vestfjarða
Í síðustu viku var tilkynnt um úthlutanir úr Safnasjóði og hlaut Byggðasafn Vestfjarða þrjá styrki til eins árs að þessu sinni, samtals að upphæð 2.800.000 kr.
Um er að ræða styrki í úttekt á bátasafni, í viðbrögð við eftirliti safnaráðs sem og verkefnið „Eilífa bið eftir engu – sögur úr köldu stríði“ sem er unnið í samstarfi við Sólrúnu Þorsteinsdóttur. Þá hlaut safnið einnig öndvegisstyrk til þriggja ára vegna grunnsýningar, samtals 6.500.000 kr.