Byggðakvóti: Auglýst eftir athugasemdum um tillögur um sérreglur
19.12.2022
Fréttir
Á 1224. fundi sínum þann 19. desember 2022 fól bæjarráð Ísafjarðarbæjar bæjarstjóra að kalla eftir sjónarmiðum íbúa og hagsmunaðila varðandi tillögur um sérreglur byggðakvóta. Athugasemdir skulu sendar með tölvupósti á postur@isafjordur.is. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 2. janúar 2023. Í kjölfarið mun bæjarstjóri leggja fram tillögur um sérreglur á fundi bæjarráðs. Sveitarfélögum er gefinn frestur til 13. janúar 2023 að senda matvælaráðuneytinu tillögur um sérreglur.
Úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2022-2023 er eftirfarandi innan Ísafjarðarbæjar:
Byggðarlag | Hlutfall úthlutunar af heildarúthlutun til allra byggðarlaga | Breyting úthlutunar milli ára (í þorskígildistonnum) |
Úthlutun fiskveiðiársins 2022/2023 (í þorskígildistonnum) |
Úthlutun fiskveiðiársins 2021/2022 (í þorskígildistonnum) |
Flateyri | 5,8% | -15 | 285 | 300 |
Hnífsdalur | 3,3% | -15 | 163 | 178 |
Ísafjörður | 4,0% | 55 | 195 | 140 |
Suðureyri | 3,9% | 0 | 192 | 192 |
Þingeyri | 5,6% | -6 | 275 | 281 |
Ísafjarðarbær samtals: | 22,7% | 19 | 1.110 | 1.091 |