Breytingar á aðalskipulagi
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar auglýsir breytingar á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða tvær tillögur: Kaldárvirkjun og Þverárvirkjun í Önundarfirði: Tillögurnar gera ráð fyrir að heimilt verði að byggja allt að 600 kW rennslisvirkjanir annars vegar í Kaldá og hins vegar í Þverá í Önundarfirði.
Tillögurnar skipulagsuppdrættir og greinagerð, ásamt umhverfisskýrslum, verða til sýnis á bæjarskrifstofum Ísafjarð...arbæjar Hafnarstræti 1, Ísafirði og hjá Skipulagsstofnun Laugavegi 166, Reykjavík frá föstudeginum 22. apríl. 2016 til og með föstudagsins 3. júní 2016. Tillögurnar eru einnig til sýnis á heimasíðu Ísafjarðarbæjar, http://www.isafjordur.is/umhver…/breytingar_a_adalskipulagi/
Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillögurnar. Athugasemdum skal skila á bæjarskrifstofur Ísafjarðarbæjar, Hafnarstræti 1, 400 Ísafjörður og skulu þær vera skriflegar.