Breyting á deiliskipulagi á Torfnesi

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar, sem starfandi bæjarstjórn, samþykkti þann 14. júlí síðastliðinn að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis á Torfnesi skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010.
 
Breytingarsvæðið afmarkast af íþróttasvæðinu á Torfnesi, Ísafirði. Deiliskipulagsbreytingin felur í sér að að hluti núverandi gervigrasvallar verði felldur út og þar verði nýr byggingarreitur fyrir fjölnotahús. Hönnun byggingarinnar skal miðast við að viðhalda heildaryfirbragði bygginganna á Torfnesi, með dökkrauðu þaki og þykkum þakkanti. Að öðru leyti gilda öll ákvæði gildandi deiliskipulags
 
Tillagan liggur frammi á bæjarskrifstofum Ísafjarðarbæjar, Stjórnsýsluhúsinu, Hafnarstræti 1 frá 20. júlí til og með 31.ágúst 2017. Tillagan verður einnig aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins: www.isafjordur.is .
 
Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 1. september 2017 annaðhvort á Tæknisvið Ísafjarðarbæjar, Hafnarstræti 1, 400 Ísafjörður eða á netfangið: axelov@isafjordur.is