Börn og snjómoksturstæki
23.02.2018
Fréttir
Við viljum biðja foreldra um að brýna það fyrir börnum sínum að leika sér ekki í kringum snjómoksturstæki að störfum. Það þarf vart að taka fram hvaða hættu það getur skapað og hversu mikla aðgæslu, og þar af leiðandi minni afköst, það þýðir fyrir mokstursmenn ef börn eru að leik í kringum tækin. Það er löng og eðlileg hefð fyrir því að leika sér á snjóhólum sem víða er mokað upp, en það veldur miklum erfiðleikum og hættu ef það er gert meðan verið er að moka í eða úr hólunum.