Bókaspjall á Bókasafninu
01.04.2016
Fréttir
Laugardaginn 9. apríl kl 14:00 verður Bókaspjall á Bókasafninu. Dagskráin samanstendur að vanda af tveimur erindum.
Uppáhaldsbækurnar
Smári Karlsson blaðamaður á Bæjarins besta o.fl. segir okkur frá nokkrum bókum sem skipa sérstakan sess í hans huga.
Einn og sami drengurinn? Ein og sama sagan?
Ingi Björn Guðnason, bókmenntafræðingur og verkefnastjóri hjá Háskólasetri Vestfjarða hefur fengist við að rannsaka verk Jóns Kalmanns Stefánssonar. Hér er á ferðinni erindi þar sem Ingi Björn mun fjalla um sameiginlega þræði í sagnaheimi Jóns Kalmans.
Verið kærlega velkomin, heitt á könnunni.