Bókaspjall

Laugardaginn 4. febrúar kl. 14:00 hefst fyrsta Bókaspjallið á nýju ári hér á Bókasafninu. Dagskráin verður á þá leið að í boði verða tvö erindi, en að auki verður söngatriði. 

 
Uppáhaldsbækurnar
Hjónin Helga Dóra Kristjánsdóttir og Ásvaldur Magnússon frá Tröð í Önundarfirði munu segja okkur frá nokkrum af sínum eftirlætis bókum.


Svanurinn minn syngur : nokkur orð um skáldkonuna Höllu á Laugabóli
Guðfinna M. Hreiðarsdóttir, sagnfræðingur og héraðsskjalavörður fjallar um líf og ljóðlist skáldkonunnar Höllu, Hallfríðar Eyjólfsdóttur sem var húsfreyja á Laugabóli í Ísafirði frá lokum 19. aldar og fram á fyrri hluta 20. aldar.

 

Í lok dagskrár flytja söngnemendur úr Tónlistarskóla Ísafjarðar tvö lög Sigvalda Kaldalóns við  ljóð Höllu. Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir hefur umsjón með þessum dagskrárlið og leikur Iwona Frach undir.

 

Verið kærlega velkomin, heitt á könnunni.