Bílastæði við Dynjanda malbikað
07.08.2018
Fréttir
Dagana 9. - 10. ágúst (fimmtudag og föstudag) verður bílastæði við Dynjanda malbikað. Aðkomu að Dynjanda verður lokað þar sem Mosdalsvegur mætir Vestfjarðavegi (merkt með rauðum krossi á mynd). Umferð rúmfrekra vinnutækja verður á Mosdalsvegi og því verður öll umferð bíla stöðvuð um hann. Vegagerðin mun taka niður hraða í nágrenninu en á svæðinu eru engin áningarstæði og lítið um útskot, auk þess er beygjan við afleggjara blind. Það má telja líklegt að einhverjir gestir muni koma bílum sínum fyrir við Búðafjöru eða í vegkanti og ganga frá afleggjara að Dynjanda og ástæða til að upplýsa fólk og vara það við þeirri hættu sem getur skapast. Vegagerðin mun setja inn tilkynningu á heimasíðu sína nokkrum dögum fyrir lokunina.