Barnamenningarhátíðin Púkinn hefst í næstu viku
08.09.2023
Fréttir
Barnamenningarhátíðin Púkinn, sem fram fer um alla Vestfirði, hefst mánudaginn 11. september og stendur til 22. september. Þetta er í fyrsta sinn sem slík hátíð er haldin á Vestfjörðum en vonir standa til að hátíðin sé sú fyrsta af mörgum.
Á Púkanum gefst vestfirskum börnum tækifæri að kynnast listum og menningu á fjölbreyttan hátt. Vestfjarðastofa leiðir verkefnið í samstarfi við grunnskóla og menningarstofnanir á svæðinu.
Viðburðir sem haldnir verða í Ísafjarðarbæ eru birtir á viðburðardagatali Ísafjarðarbæjar en dagskrána í heild sinni má skoða á vef hátíðarinnar, www.pukinnhatid.is.
Hátíðin er styrkt af Barnamenningarsjóði.