Bæjarstjórn samþykkir uppbyggingarsamninga við íþróttafélög

Bæjarstjórn samþykkti á 509. fundi sínum, þann 23. febrúar 2023, tillögu íþrótta- og tómstundarnefndar um að gerðir verði uppbyggingarsamningar við þau íþróttafélög í sveitarfélaginu sem sóttu um samning. Heildarupphæð úthlutunar er 12.000.000 og skiptist hún svo:

Skotíþróttafélag Ísafjarðar: 4.000.000 kr.
Golfklúbbur Ísafjarðar: 4.000.000 kr.
Blakdeild Vestra: 750.000 kr.
Gólfklúbburinn Gláma: 2.500.000 kr. 
Körfuknattleiksdeild Vestra: 750.000 kr.

Uppbyggingarsamningar eru gerðir um afmarkaðar framkvæmdir sem nýst geta íþróttafélögum og almenningi til iðkunar viðkomandi íþróttar. Verkin eru alla jafna fjárfestingartengd en geta einnig snúis um viðhald.