Bæjarlistamaður 2024: Óskað eftir tilnefningum

Útnefning bæjarlistamanns fer fram á Veturnóttum sem haldnar verða 23.-27. október og því óskar menningarmálanefnd Ísafjarðarbæjar eftir tilnefningum eða ábendingum um bæjarlistamann Ísafjarðarbæjar 2024.

Tekið er við tilefningum í gegnum tilnefningaform.

Skilafrestur tilnefninga er til og með 1. október.


Menningarmálanefnd Ísafjarðarbæjar veitir ár hvert starfandi listamanni sem búsettur er í Ísafjarðarbæ nafnbótina bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar. Nafnbótinni fylgir styrkur að upphæð 200.000 kr.

Listamenn sem hafa búið í Ísafjarðarbæ um tveggja ára skeið koma til greina sem bæjarlistamenn Ísafjarðarbæjar. Tilnefningunni skulu fylgja rök fyrir því hvers vegna viðkomandi listamaður ætti að hljóta nafnbótina. Tilnefnendur eru hvattir til að kynna sér lista yfir bæjarlistamenn Ísafjarðarbæjar árin 2000-2022.