Bæjarlistamaður 2023: Óskað eftir tilnefningum
21.08.2023
Fréttir
Útnefning bæjarlistamanns fer fram á Veturnóttum sem haldnar verða 25.-28. október og því óskar menningarmálanefnd Ísafjarðarbæjar eftir tilnefningum eða ábendingum um næsta bæjarlistamann.
Tekið er við tilefningum í gegnum tilnefningaform.
Skilafrestur tilnefninga er til og með 4. september.
Menningarmálanefnd Ísafjarðarbæjar veitir ár hvert starfandi listamanni sem búsettur er í Ísafjarðarbæ nafnbótina bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar. Nafnbótinni fylgir styrkur að upphæð 250.000 kr.
Listamenn sem hafa búið í Ísafjarðarbæ um tveggja ára skeið koma til greina sem bæjarlistamenn Ísafjarðarbæjar. Tilnefningunni skulu fylgja rök fyrir því hvers vegna viðkomandi listamaður ætti að hljóta nafnbótina.