Bæjarhátíðir fyrir eldri borgara í sumar og haust

Í sumar og haust mun Ísafjarðarbær standa fyrir bæjarhátíðum fyrir eldri borgara í öllum byggðarkjörnum sveitarfélagsins auk Súðavíkur. 

Sveitarfélagið fékk styrk frá Félagsmálaráðuneytinu vegna sérstakra viðbótarverkefna í félagsstarfi fullorðinna fyrir árið 2021 og verður hann nýttur til hátíðanna. Fyrsta hátíðin fer fram nú í júní og munu þær svo fara fram fram á haustið. Allir eldri borgarar eru boðnir velkomnir og það er um að gera að fjölmenna í alla byggðarkjarna, þar sem hver hátíð mun bera einkenni og sjarma hvers bæjar.

Rúta verður í boði til og frá hverjum stað og þau sem treysta sér til að keyra sjálf eru að sjálfsögðu velkomin á sínum einkabílum. Dagskráin er sem hér segir:

Flateyri 24. júní kl. 14-16:30

Skoðunarferð um bæinn og nýju fyrirtækin sem eru að byggjast upp á Flateyri.

Kaffiveitingar (gamaldags kaffihlaðborð) seldar í Gunnukaffi.

Opið í Gömlu bókabúðinni og á Vagninum.

Tónlist og fleira skemmtilegt í boði.

Rúta: Rútan fer af stað frá miðjunni á Hlíf kl. 13:30. Farið verður aftur til Ísafjarðar frá Gunnukaffi á Flateyri kl. 16:30.

Ísafjörður 1. júlí kl. 14-16

Ókeypis fyrir eldri borgara á sýninguna í Byggðasafni Vestfjarða í Neðstakaupstað

Veitingar seldar í Tjöruhúsinu á sérstöku verði fyrir eldri borgara.

Hamingjustund (happy hour) á Dokkunni frá kl. 14-16.

Kl. 15 hefst harmonikkuball á grunninum fyrir framan upplýsingamiðstöðina í Neðsta.

Ef fólk hyggst taka rútu þarf að skrá sig hjá öldrunarfulltrúa milli kl. 10:30 og 11:30 dagana 23.-28. júní í síma 450 8254 eða í netfangið estherosk@isafjordur.is

Þingeyri 26. ágúst kl. 14-17

Bæjarhátíð á Þingeyri þar sem m.a. verður farið til hans Elfars Loga í Haukadal á leiksýninguna Gísli í Uppsölum.

Skoðunarferð í smiðjuna og á verkstæði fjöruperlanna.

Vöfflukaffi selt á Hótel Sandafell.

Ef fólk hyggst taka rútu þarf að skrá sig hjá öldrunarfulltrúa milli kl. 10:30 og 11:30 dagana 16.-20. ágúst í síma 450 8254 eða í netfangið estherosk@isafjordur.is


Dagsetningar fyrir hátíðir á Suðureyri og í Súðavík verða kynntar nánar síðar en þær verða í september og október.