Ávarp fjallkonu 2024
Jóhanna Eva Gunnarsdóttir var fjallkona Ísafjarðarbæjar á 17. júní 2024.
Jóhanna flutti ljóð Tómasar Emils Guðmundssonar Hansen, RÓ.
RÓ
Hvernig væri að við myndum
róa okkur aðeins niður
Fortíðin gleymist ekki
því verr og því miður
Tökum skref og annað með
stöldrum við sjá sólsetrið
Slökkvum ljósin,
drögum fram borðspilið
Afhverju þurfum við að lifa
svona hratt
Vaða úr einu í annað
þangað til að allt verður grátt
Kannski það er hamingja
fyrir þér gott og vel
Margur vill meira
þú veist það eins og ég
En hvað ef lausnin er meiri ró
horfa á öldurnar falla
á báti úti á sjó
Kannski er það að hringja
Í gamlan vin
og finna svo vel geymdan lykilinn
Lífið er heljarinnar þraut
eitt vitlaust skref
og þú villist af réttri braut
Hertu upp huga þinn
vinur minn
kannski þú sérð tilganginn
byrjum með að bera áföllin
En hvað ef lausnin er meiri ró
Horfa á öldurnar falla
Á báti úti á sjó
Kannski er það að hringja
Í gamlan vin
Og finna svo vel geymdan lykilinn
Hertu upp huga þinn
vinur minn
trúðu á þig og tilganginn
byrjum með að bera áföllin