Ávarp fjallkonu 2023

Mynd: Jóhanna Eva Gunnarsdóttir
Mynd: Jóhanna Eva Gunnarsdóttir

Kristín Pétursdóttir frá Flateyri var fjallkona á hátíðarhöldum Ísafjarðarbæjar á 17. júní. Hún flutti ljóð Braga Valdimars Skúlasonar, Ísafjörður.

Ísafjörður

Mitt í fjallanna fangi
hvílir fjörðurinn vær.
Þar er torg, þar er tangi
þar er töfrandi bær.

Þar á hjarta mitt heima
þar á hugurinn var.
Þar má láta sig dreyma
þar fær lífsgátan svar.

Frá því vindarnir vefja
um þig vetrarins dún
þar til geislar sig hefja
yfir háfjallabrún.

Frá því lyngbreiður þekja
þig um litskrúðug haust.
Þar til vorboðar vekja
þig með vonbjartri raust.

Þar má láta sig dreyma
þar fær lífsgátan svar.
Þar á hjarta mitt heima
þar á hugurinn var.


Hátíðarræðu flutti Greipur Gíslason, stjórnandi tónlistarhátíðarinnar Við Djúpið sem var einmitt sett þann 17. júní.

Hátíðarræða 2023