Auglýst eftir þátttakendum í jólatorgsölu
06.11.2020
Fréttir
Fréttin hefur verið uppfærð
Í ljósi samkomutakmarkana sem gilda til 2. desember er nú stefnt að því að hafa tendrun og torgsölu laugardaginn 12. desember, ef þær samkomutakmarkanir sem þá verða í gildi leyfa.
Í samstarfi við TÍ hefur í ár verið ákveðið að bjóða fleirum að taka þátt í torgsölunni. Því er auglýst eftir áhugasömu handverksfólki, verslunarfólki og hverjum þeim sem vilja bjóða varning til sölu á torgsölunni.
Þátttakendur þurfa sjálfir að koma með sölubása eða borð og verður þeim raðað niður í kringum Silfurtorg þegar fjöldi liggur fyrir.
Áhugasamir hafi samband við Tinnu Ólafsdóttur, upplýsingafulltrúa Ísafjarðarbæjar, upplysingafulltrui@isafjordur.is.