Auglýsing um útgáfu framkvæmdaleyfis

 

 

Ísafjörður, 8. mars 2017

2016120021      

 

 

 

Efni:  Auglýsing um útgáfu framkvæmdaleyfis.

 

 

 

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti þann 02.03.2017 útgáfu framkvæmdaleyfis til Vegagerðarinnar vegna jarðgangna milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar í Ísafjarðarbæ.

 

Skipulagslegar forsendur framkvæmdaleyfisins.

  • Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008-2020
  • Deiliskipulag við munna Dýrafjarðarganga í landi Dranga  staðfest 15.09.2016
  • Deiliskipulag við munna Dýrafjarðarganga í landi Rauðsstaða og Borgar, staðfest 15.09.2016
  • Framkvæmdaleyfið er gefið út á grundvelli, Matsskýrslu Vegagerðarinnar, Jarðgöng á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar í Vestur-Ísafjarðarsýslu, Mat á umhverfisáhrifum.

 

Álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum frá 17. maí 2013 má finna á eftirfarandi vefslóð: http://www.skipulag.is/media/attachments/Umhverfismat/961/2009060020.pdf

 

Jarðgöng milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar, Ísafjarðarbæ. Mat á umhverfisáhrifum: http://www.skipulag.is/media/attachments/Umhverfismat/962/endanleg%20matskyrsla.pdf

 

Samkvæmt áliti Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum frá 17. maí 2013 eru ekki sett skilyrði fyrir leyfisveitingunni, hinsvegar telur Skipulagsstofnun að:

  1. Áhrif framkvæmdarinnar á fornleifar verði nokkuð neikvæð m.a. þar sem fyrir  liggur að ekki verður hjá komist að raska slíkum minjum. Stofnunin leggur áherslu á að farið verði í hvívetna eftir ábendingum Minjastofnunar Íslands, eins og Vegagerðin fyrirhugar.
  2. Vegna röskunar á gróðurlendum t.a.m. 10 ha í Arnarfirði þar af 4 ha votlendis og í Dýrafirði 12 ha af gróðurlendum þar af votlendi 0.3 ha. leggur Skipulagsstofnun áherslu á mikilvægi þess að Vegagerðin verði í samráði  við landeigendur, Náttúrustofu Vestfjarða og Umhverfisstofnun, um endurheimt þess votlendis sem raskist.

 

Í matsskýrslu Vegagerðarinnar,  með umsókn um framkvæmdaleyfi kemur fram hvernig Vegagerðin muni bregðast við ofangreindum atriðum.

 

 

 

 

 

 

Ísafjarðarbær setur fram eftirfarandi skilyrði fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis:

Vegna framkvæmda innan hverfisverndarsvæða H1 sbr. deiliskipulag og Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008-2020 skal leitast við að varðveita sérkenni svæðanna, þ.e. menningar og náttúruminjar á afskekktum svæðum og hálendi.

 

Framkvæmdaleyfið er gefið út samkvæmt fyrirliggjandi og meðfylgjandi málsgögnum með þeim fyrirvörum og skilyrðum sem þar koma fram og samkvæmt þeim lögum og reglugerðum sem vísað er til.

 

Nánari upplýsingar um útgáfu framkvæmdaleyfisins og forsendur þess er að finna á heimasíðu Ísafjarðarbæjar.

 

Vakin er athygli á því að niðurstaða sveitastjórnar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar. Athugasemdir skulu berast til bæjarskrifstofu Ísafjarðarbæjar eða með tölvupósti á: axelov@isafjordur.is      

 

 

 

 

 

Virðingarfyllst,

 

_______________________________

Axel Rodriguez Överby

- skipulags- og byggingarfulltrúi -