Auglýsing um tillögu að deiliskipulagi á svæði F21 í Dagverðardal
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti þann 6. júní 2024 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi við Dagverðardal í Skutulsfirði undir frístundahúsabyggð á svæði F21, með sérákvæði um þjónustuhús, veitingar og gististaði (V1), skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Markmið með deiliskipulaginu er að byggja upp vistvænt samfélag á fyrrnefndu svæði í Dagverðardal, til að koma til móts við eftirspurn ferðamanna á gistimöguleikum, auka framboð og breidd gistimöguleika með útleigu húsa til ferðamanna og langtímaleigu til stéttarfélaga/félagasamtaka, einnig bjóða upp á frístundalóðir fyrir einkaaðila.
Tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofunum að Hafnarstræti 1, Ísafirði frá og með miðvikudeginum 12. júní 2024 til þriðjudagsins 30. júlí 2024 og á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, mál nr. 861/2023. Tillagan er einnig aðgengileg hér fyrir neðan.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna til og með 30. júlí 2024. Skila skal athugasemdum um skipulagsgáttina eða á bæjarskrifstofur Ísafjarðarbæjar, einnig með tölvupósti á skipulag@isafjordur.is .
f.h. skipulagsfulltrúa
_______________________________
Helga Þuríður Magnúsdóttir
verkefnastjóri á umhverfis- og eignasviði