Auglýsing um skipulagstillögur í Ísafjarðarbæ

Auglýsing um skipulagstillögur í Ísafjarðarbæ

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti 12. apríl s.l. að auglýsa eftirfarandi tillögur að deiliskipulagi:

Óveruleg breyting á deiliskipulagi  Sindragötu 7, Ísafirði skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Breytingin tekur til lóðanna við Sindragötu 5 og 7 og fellst í því að sameiginlegur byggingarreitur er stækkaður til að rýma fyrir fyrirhugaðri viðbyggingu. Nýtingarhlutfall eykst í 1 en er 0.7 í gildandi skipulagi.

Óveruleg breyting á deiliskipulagi frístundasvæðis F25 við Sandasker, Dýrafirði skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Frístundahúsabyggðin er merkt F25 í aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020. Svæðið er norðan af Svalvogavegi, sunnan og vestan hlíða Sandafells og afmarkast til austurs af túnum/engjum. Alls verður leyfilegt að byggja 5 frístundahús á sér lóðum með sérstakri áherslu á vistvæna uppbyggingu og með sjálfbærni að leiðarljósi.

 

Tillögurnar liggja frammi á skrifstofum Ísafjarðarbæjar, Stjórnsýsluhúsinu, Hafnarstræti 1, 2. hæð, frá 4. maí til 15. júní 2018 og á heimasíðu sveitarfélagsins: www.isafjordur.is. Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 18. júní 2018 annaðhvort á Ísafjarðarbær, Hafnarstræti 1, 400 Ísafjörður eða á netfangið: axelov@isafjordur.is.

 

 

Skipulagsfulltrúi Ísafjarðarbæjar

 

Sjá meðfylgjandi gögn:

https://www.isafjordur.is/static/files/Skipulag/Sandasker/3.5.18/sandasker.-fristundabyggd-f25.-deiliskipulagstillaga-uppdrattur.pdf
https://www.isafjordur.is/static/files/Skipulag/Sandasker/3.5.18/sandasker.-fristundabyggd-f25.-deiliskipulagstillaga-greinargerd.pdf

https://www.isafjordur.is/static/files/Skipulag/Sindragata5og7/sindragata-5-og-7.-tillaga-ad-deiliskipulagsbreytingum.-uppdrattur-og-greinargerd.pdf