Auglýsing um kjörfund vegna alþingiskosninga 2021
Kjörfundur vegna alþingiskosninga í Ísafjarðarbæ verður haldinn þann 25. september 2021.
Kjörfundur hefst kl. 09:00 í öllum kjördeildum og stendur til kl. 21:00 í 1.-3. kjördeild en til kl. 20:00 í 4.-6. kjördeild. Kosið verður á eftirtöldum stöðum:
1.-3. kjördeild í Menntaskólanum á Ísafirði
4. kjördeild í Grunnskólanum á Suðureyri
5. kjördeild í Grunnskóla Önundarfjarðar á Flateyri
6. kjördeild í Grunnskóla Þingeyrar (athugið breytingar frá áður auglýstri staðsetningu)
Kjörskrá liggur frammi til kjördags á skrifstofu Ísafjarðarbæjar í Stjórnsýsluhúsinu, Hafnarstræti 1, Ísafirði.
Kjósendur eru minntir á að hafa með sér persónuskilríki á kjörstað.
Aðsetur yfirkjörstjórnar á kjördag verður í Menntaskólanum á Ísafirði. Sími yfirkjörstjórnar á kjördag er 450-4407.
Yfirkjörstjórn Ísafjarðarbæjar
Björn Davíðsson formaður
Díana Jóhannsdóttir
Kristján Ó. Ásvaldsson