Drög að tillögu að matsáætlun - dýpkun við Sundabakka

Ísafjarðarbær áformar frekari uppbyggingu á Sundabakka í Skutulsfirði. Fyrirhugað er að lengja Sundabakkann um 300 m og dýpka framan við bakkann  í allt að 11 m dýpi. Ráðast þarf í landfyllingu aftan (innan) við viðlegukantinn og verður hið uppdælda efni nýtt í fyllinguna. Umframefni verður nýtt í aðrar framkvæmdir eins og kostur er. 

Í drögum að tillögu að matsáætlun er fyrirhugaðri framkvæmd og framkvæmdarsvæði lýst. Greint er frá helstu áhrifaþáttum framkvæmdarinnar og hvaða áhrifaþættir verða í brennidepli í mati á umhverfisþáttum. Fyrirliggjandi gögnum varðandi umhverfis- og áhrifaþætti framkvæmdarinnar er lýst og greint er frá frekari upplýsingaöflun sem nauðsynlegt er að ráðast í til að hægt sé að meta umhverfisáhrif framkvæmdar. Fjallað er um samræmi við gildandi skipulag og loks er farið yfir hvernig staðið verður að samráði og kynningu matsins.

Upplýsingar um feril mats á umhverfisáhrifum má nálgast hér

Drög að tillögu að matsáætlun vegna dýpkunar við Sundabakka á Ísafirði má nálgast hér.

Athugasemdir við drögin má senda á axelov@isafjordur.is eða á:

Ísafjarðarbær
Stjórnsýsluhúsinu, Hafnarstræti 1
400 Ísafjörður

Athugasemdir skulu berast eigi síðar en 31. október 2019.