Auglýsing um deiliskipulagstillögu: Hlíðargata á Þingeyri

Auglýsing um deiliskipulagstillögu í Ísafjarðarbæ. Hlíðargata, íbúðarsvæði á Þingeyri

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti 5. nóvember 2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi við Hlíðargötu á Þingeyri, skv. 41 gr. skipulagslaga 123/2010.

Deiliskipulagssvæðið afmarkast af Hrafnseyrarvegi, Brekkugötu, Hrunastíg og opnu svæði. Á svæðinu eru nú þegar sjö lóðir með einbýlishúsum og ein parhúsalóð með fjórum íbúðum. Í aðalskipulagi er svæðið ætlað fyrir íbúðarbyggð. Deiliskipulagssvæðið er að hluta til í jaðri ofanflóðahættusvæðis.

Markmið er að fjölga lóðum fyrir íbúðarhús og auka möguleika á fjölbreyttri stærð húsa, móta aðlaðandi umhverfi með tengsl við náttúru svæðisins og setja fram ákvæði um uppbyggingu á svæðinu og gæði hins byggða umhverfis.

Greinargerð og umhverfismatsskýrsla

Uppdráttur

Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 30. desember 2022, að Hafnarstræti 1, 400 Ísafirði eða á skipulag@isafjordur.is.