Auglýsing tillögu að breytingum á aðalskipulagi: Frístundasvæði í Dagverðardal

Yfirlit yfir skipulagssvæðið unnið af M11 arkitektum. Myndin gefur til kynna hugmyndir að útfærslum …
Yfirlit yfir skipulagssvæðið unnið af M11 arkitektum. Myndin gefur til kynna hugmyndir að útfærslum á byggingum en ekki er um endanlega hönnun að ræða.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti þann 6. júní 2024 að auglýsa tillögu að breytingum á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 vegna frístundabyggðar Dagverðardal í Skutulsfirði, skv. 1. mgr. 36. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin nær yfir íbúðarsvæðið Í9 í Dagverðardal í Skutulsfirði og teygir sig aðeins inn á opið svæði norðan svæðisins. Lagt er til að svæði Í9 og smá partur af opnu svæði verði frístundarbyggð (f21) og fái einnig landnotkunarflokkinn verslun og þjónusta (V1). Markmið breytingarinnar er að auka framboð á gistimöguleikum á svæðinu.

Breytingartillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofunum að Hafnarstræti 1, Ísafirði frá og með miðvikudeginum 12. júní 2024 til þriðjudagsins 30. júlí 2024, á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, mál nr. 631/2023, og hér fyrir neðan.

Uppdráttur

Greinargerð

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna til og með 30. júlí 2024. Skila skal athugasemdum um skipulagsgáttina eða á bæjarskrifstofur Ísafjarðarbæjar, einnig með tölvupósti á skipulag@isafjordur.is.

f.h. skipulagsfulltrúa

_______________________________

Helga Þuríður Magnúsdóttir

verkefnastjóri á umhverfis- og eignasviði