Auglýsing: Framboðsfrestur vegna sveitarstjórnarkosninga
05.04.2022
Fréttir
Framboðsfrestur vegna bæjarstjórnarkosninga í Ísafjarðarbæ 2022 rennur út föstudaginn 8. apríl kl. 12 á hádegi. Öll framboð skulu tilkynnt skriflega til yfirkjörstjórnar.
Yfirkjörstjórn verður í fundarsal bæjarstjórnar, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði, kl. 11-12 á föstudaginn til að taka á móti framboðum.
Fundur með umboðsmönnum framboðslista verður á sama stað sunnudaginn 10. apríl kl. 13, til þess að úrskurða um framboð og listabókstafi.
Yfirkjörstjórn vekur athygli á ákvæðum 36.-39. gr. kosningalaga nr. 112/2021. Þar er mælt fyrir um framboðsfrest og móttöku framboða, tilkynningu framboðs og framboðslista.