Ársskýrsla Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar 2022
06.01.2023
Fréttir
Út er komin ársskýrsla Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2022.
Í skýrslunni er farið yfir starfsemi slökkviliðsins á liðnu ári, en þar kemur meðal annars fram að útköll slökkviliðsins á árinu voru 29. Enginn stóreldur eða stórtjón var á svæði slökkviliðsins árið 2022.
Meðal útkalla má nefna:
- Þjónusta við áhaldahús vegna vatnsleysis á Suðureyri: Tankbíll að störfum í nokkra daga.
- Mikill vatnsleki í kjallara Safnahúss við Eyrargötu á Ísafirði.
- Ammoníaksleki sem tók nokkra stund að eiga við.
- Olíuleki varð á Suðureyri og tók hann nokkra vinnudaga hjá slökkviliði með aðstoð sérfræðinga frá Umhverfisstofnun, Eflu verkfræðistofu, Náttúrufræðistofnunar og starfsfólks á varðskipinu Þór. Þá var fenginn búnaður frá Reykjavík til að ná olíu upp úr sjó og tjörn. Í kjölfar lekans keyptu hafnir Ísafjarðarbæjar búnað til að taka upp olíu úr sjó og gám til geymslu. Slökkvilið sér um geyma búnaðinn.
- Rýmingaræfingar voru haldnar í grunnskóla og leikskóla.
- Útköll voru vegna umferðslysa, leka hættulegra efna, aðstoð við sjúkrabíl, elds í rusli og gróðri og önnur aðstoð við fyrirtæki og stofnanir.
Mikil fjölgun sjúkraflutninga var á árinu í öllum flokkum. Útköll sjúkrabíla á sama tíma voru 45. Mörg útkallanna voru alvarleg sem reyndi mikið á sjúkraflutningsmenn og vettvangsliða.
558 flutningar voru á árinu og skiptast þeir svo:
- F-1 úkall í hæsta forgangi: 87
- F-2 útkall á forgangi: 105
- F-3/F-4 almennir sjúkraflutningar: 366
Í lokaorðum skýrslunnar þakkar slökkviliðsstjóri, fyrir hönd Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar, þeim fjölmörgu sem komu að björgunaraðgerðum á árinu 2022.