Áminning um að henda blautþurrkum ekki í klósettið

Íbúar Ísafjarðarbæjar eru beðnir um að gæta þess að sturta blautþurrkum ekki niður í klósettið heldur henda þeim í almenna sorpið.

Blautþurrkur leysast ekki upp og geta valdið tjóni, bæði inni á heimilum og í fráveitukerfi. Þó sumir framleiðendur taki fram á umbúðunum að blautþurrkurnar þeirra megi fara í klósettið þá á það hreinlega ekki við á Íslandi.

Þetta á auðvitað einnig við um bleyjur, smokka, tannþráð, túrtappa, dömubindi, eyrnapinna, eldhúsbréf og trefjaklúta.