Áminning: Hundaskít skal hirða upp

Enn einu sinni eru hundaeigendur í Ísafjarðarbæ minntir á að hirða upp eftir hunda sína. Sem betur fer eru flestir hundaeigendur duglegir að passa upp á þetta en því miður virðist það vefjast þeim mun meira fyrir þeim sem áminningu þessari er beint til.

Við undirbúning fyrir skólabyrjun í Grunnskólanum á Ísafirði gekk húsvörður skólans fram á skítahrúgur víða um skólalóðina sem eru ekki sérstaklega geðslegar móttökur fyrir nemendur og starfsfólk. Skólalóð GÍ er ekki eini staðurinn í sveitarfélaginu sem íbúar hafa gengið fram á hundaskít í óskilum og því ljóst að það eru hundaeigendur í öllum kjörnum Ísafjarðarbæjar sem þurfa að girða sig í brók hvað þetta varðar.

Reglurnar í samþykkt um hundahald eru skýrar: Eigendum og umráðamönnum hunda í Ísafjarðarbæ er ávallt skylt að fjarlægja saur eftir hunda sína.