Aldrei fór ég suður 2019
13.02.2019
Fréttir
Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður verður haldin á Ísafirði í sextánda sinn dagana 19. og 20. apríl. Dagskrá hátíðarinnar var gefin út rétt í þessu, en á hátíðinni spila: MAMMÚT, TODMOBILE, JÓIPÉ X KRÓLI, JÓNAS SIG, SALÓME KATRÍN, AUÐN, BERNDSEN, ÞORMÓÐUR EIRÍKSSON, SVALA, SIGURVEGARAR MÚSIKTILRAUNA 2019, HERRA HNETUSMJÖR, HÓRMÓNAR, AYIA, BAGDAD BROTHERS, GOSI og TEITUR MAGNÚSSON & ÆÐISGENGIÐ
Hátíðin fer eins og síðustu ár fram í húsnæði Kampa á mótum (Aldrei fór ég) Suðurgötu og Ásgeirsgötu. Helstu bakhjarlar hennar eru Air Iceland Connect, Samskip, Landsbankinn, Orkubú Vestfjarða, 66°Norður, Orkusalan, Uppbyggingarsjóður Vestfjarða og Kampi auk þess sem fjölmargir aðrir leggja hendur á plóg.