Afsláttur fasteignagjalda fyrir elli- og örorkulífeyrisþega 2023

Ísafjarðarbær vekur athygli á að elli- og örorkulífeyrisþegum er veittur afsláttur af fasteignaskatti og holræsagjaldi vegna íbúða þeirra til eigin nota. Afslátturinn er að hámarki 100.000,- og er tekjutengdur. Ekki þarf að sækja um afsláttinn sérstaklega enda er hann tilgreindur á álagningarseðli hjá þeim sem falla undir reglurnar. Nánar er hægt að lesa um þetta í samantekt um fasteignagjöld 2023.

Afslátturinn miðast við eftirfarandi tekjumörk:

Einstaklingur

Hjón/sambúðarfólk

Frá kr.

Til kr.

Afsláttur

Frá kr.

Til kr.

Afsláttur

0

4.076.000

100%

0

6.368.000

100%

4.076.001

4.564.000

80%

6.368.001

7.133.000

80%

4.564.001

5.112.000

60%

7.133.001

7.989.000

60%

5.112.001

5.726.000

40%

7.989.001

8.947.000

40%

5.726.001

6.413.000

20%

8.947.001

10.021.000

20%

Við fráfall maka geta elli- og örorkulífeyrisþegar sótt um lækkun fasteignaskatts og fellur þá niður fasteignaskattur og holræsagjald að fullu fyrsta árið, þó að hámarki kr. 100.000,-.

Sótt er um afsláttinn rafrænt í gegnum þjónustugátt Ísafjarðarbæjar. Íbúar sem ekki hafa tök á að fylla út rafræna umsókn geta haft samband við velferðarsvið Ísafjarðarbæjar í síma 450 8000 til að fá aðstoð.

Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar 2023.