Afsláttur fasteignagjalda fyrir elli- og örorkulífeyrisþega 2021
Ísafjarðarbær vekur athygli á reglum um afslátt af fasteignagjöldum fyrir elli- og örorkulífeyrisþega. Elli- og örorkulífeyrisþegum er veittur afsláttur af fasteignaskatti og holræsagjaldi vegna íbúða þeirra til eigin nota. Afslátturinn er að hámarki 100.000,- og er tekjutengdur. Ekki þarf að sækja um afsláttinn sérstaklega enda er hann tilgreindur á álagningarseðli hjá þeim sem falla undir reglurnar.
Við fráfall maka geta elli- og örorkulífeyrisþegar sótt um lækkun fasteignaskatts og fellur þá niður fasteignaskattur og holræsagjald að fullu fyrsta árið, þó að hámarki kr. 100.000,-. Umsóknir skulu berast til Velferðasviðs Ísafjarðarbæjar, Stjórnsýsluhúsinu Hafnarstræti 1, 400 Ísafirði.
Hægt er að sækja um lækkun á www.minarsidur.isafjordur.is eða með því að fylla út þar til gert umsóknareyðublað. Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar 2021.
Bent er á reglur Ísafjarðarbæjar um afslátt af fasteignagjöldum fyrir elli- og örorkulífeyrisþega.
Reglur um afslátt af fasteignagjöldum fyrir elli- og örorkulífeyrisþega
Umsókn um afslátt af fasteignagjöldum fyrir elli- og örorkulífeyrisþega