Aðalfundur Stofnunar Rögnvaldar Ólafssonar

Aðalfundur Stofnunar Rögnvaldar verður haldinn mánudaginn 12. desember í Rögnvaldarsal á 2. hæð í Edinborgarhúsinu.  Á dagskrá fundarins, sem hefst kl. 20, eru venjulega aðalfundarstörf, auk þess kynnt verður nýútkomin bók Björns G Björnssonar sem ber heitið FYRSTI ARKITEKTINN og fjallar um ævi og störf Rögnvaldar Á Ólafssonar.  Einnig mun Jóna Símonía Bjarnadóttir sagnfræðingur segja frá bókinni AF NORSKUM RÓTUM sem út kom fyrir nokkrum árum og kynntur verður undirbúningur að sumarskóla í vistvænum arkitektúr sem stofnunin stendur fyrir.  Boðið verður uppá kaffi og meðlæti sem hæfir aðventunni og jólaglögg fyrir þá sem það vilja.  Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.