Aðalfundur Hverfisráðs eyrar og efri bæjar 2021

Boðað er til aðalfundar Hverfisráðs eyrar og efri bæjar mánudaginn 6. september kl. 20:00. Fundurinn verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, á annarri hæð í Stjórnsýsluhúsinu.

Dagskrá:

Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:

  1. Skýrsla stjórnar um störf félagsins og nefnda á liðnu starfsári.
  2. Endurskoðaðir reikningar félagsins.
  3. Kosning formanns til tveggja ára.
  4. Kosning þriggja manna í stjórn og tveggja varamanna til tveggja ára.
  5. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
  6. Breytingar á samþykktum samtakanna ef þeirra hefur verið getið í fundarboði.
  7. Fjárhagsáætlun næsta starfsárs.
  8. Vinnuhópar.
  9. Verkefni næsta árs og ráðstöfun framkvæmdafjár.
  10. Önnur mál.

Einnig er auglýst breyting á 5. grein samþykktar ráðsins, sem lítur svona út:

„Aðalfund skal halda að hausti ár hvert. Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum félagsins. Til aðalfundar skal boða alla félagsmenn með tryggilegum hætti. Aðalfund skal einnig boða með auglýsingu á heimasíðu Ísafjarðarbæjar og með auglýsingum á hefðbundnum auglýsingastöðum byggðakjarna félagssvæðisins, með minnst 14 daga fyrirvara. Aðalfundur er lögmætur ef löglega er til hans boðað.

Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:

  1. Skýrsla stjórnar um störf félagsins og nefnda á liðnu starfsári.
  2. Endurskoðaðir reikningar félagsins.
  3. Kosning formanns til tveggja ára.
  4. Kosning þriggja manna í stjórn og tveggja varamanna til tveggja ára.
  5. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
  6. Breytingar á samþykktum samtakanna ef þeirra hefur verið getið í fundarboði.
  7. Fjárhagsáætlun næsta starfsárs.
  8. Vinnuhópar.
  9. Verkefni næsta árs.
  10. Önnur mál.“

Lagt er til að greinin verði svohljóðandi:

„Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:

  1. Skýrsla stjórnar um störf félagsins og nefnda á liðnu starfsári.
  2. Kosning formanns til tveggja ára.
  3. Kosning þriggja manna í stjórn og tveggja varamanna til tveggja ára.
  4. Breytingar á samþykktum samtakanna ef þeirra hefur verið getið í fundarboði.
  5. Verkefni næsta árs.
  6. Önnur mál.“