548. fundur bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar

Bæjarstjórn kemur saman til 548. fundar fimmtudaginn 6. mars kl. 17.
Fundurinn fer fram í fundarsal bæjarstjórnar, 2. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði og er öllum opinn. Bein útsending af fundinum er á Youtube-rás Ísafjarðarbæjar.
Dagskrá
Almenn mál
1. Icelandair hættir flugi á Ísafjörð 2026 - 2025030015
Mál sett á dagskrá að beiðni bæjarstjóra, en þann 3. mars 2025 bárust fréttir um að Icelandair ætlaði sér að hætta flugi milli Reykjavíkur og Ísafjarðar eftir sumarið 2026.
2. Viðaukar við fjárhagsáætlun 2025 - 2025020006
Tillaga frá 1314. fundi bæjarráðs, en fundur var haldinn 17. febrúar 2025, um að bæjarstjórn samþykki viðauka 02 við fjárhagsáætlun 2025 vegna uppbyggingasamninga 2025.
3. Gjaldskrár 2025 - íþróttahús - 2024030141
Tillaga frá 19. fundi skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd, sem haldinn var 19. febrúar 2025, um að bæjarstjórn samþykki breytingar á gjaldskrá íþróttahúsa fyrir árið 2025.
4. Kláfur upp Eyrarhlíð - 2019070011
Tillaga frá 1315. fundi bæjarráðs, þann 24. febrúar, um að bæjarstjórn samþykki samning Ísafjarðarbæjar við Eyrarkláf ehf. um úthlutun svæðis vegna kláfs upp Eyrarhlíð í Skutulsfirði.
5. Reykjanes í Ísafjarðardjúpi. Lóðarmál - 2025010330
Tillaga frá 646. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 17. febrúar 2025, um að bæjarstjórn samþykki fyrirliggjandi merkjalýsingar vegna stofnuna lóða í landi Reykjaness.
6. Hrafnatangi 4, Ísafirði. Lóðarúthlutun 2018 - 2025020121
Tillaga frá 646. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 17. febrúar 2025, um að bæjarstjórn samþykki að afturkalla afturkalla lóðaúthlutun Sjávareldis ehf og Hábrúnar ehf. við Hrafnatanga 4, Ísafirði.
7. Ósk um stofnun lóða á gamla Olíumúla - 2025010291
Tillaga frá 646. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 17. febrúar 2025, um að bæjarstjórn samþykki að heimila stofnun lóða við gamla Olíumúlann, undir þjónustuhús og gufubaðshús.
Nefndin taldi að ekki þurfi að grenndarkynna með vísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga, þar sem leyfisskyld framkvæmd varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda.
8. Kýrá, Mýrum í Dýrafirði. Efnisnám - 2025020109
Tillaga frá 646. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 17. febrúar 2025, um að bæjarstjórn samþykki að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis, vegna skeringa við Kýrá.
9. Umsókn um skipulag við Héraðskólann á Núpi - 2024120077
Tillaga frá 647. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 27. febrúar 2025, um að bæjarstjórn samþykki að heimila landeigendum við L140979, Núpi í Dýrafirði, að hefja skipulagsvinnu vegna fyrirhugaðrar frístundabyggðar í samræmi við 2. málsgrein 38. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
10. Ósk um breytingu á aðalskipulagi vegna nýtingar á jarðhita í Seljalandi - 2024060076
Tillaga frá 647. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 27. febrúar 2025, um að bæjarstjórn samþykki að heimila málsmeðferð á greinargerð og uppdrætti frá Verkís ehf., dags. 25. febrúar 2025, sbr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
11. Breyting á deiliskipulagi Seljalands vegna jarðhitaleitar - 2024120120
Tillaga frá 647. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 27. febrúar 2025, um að bæjarstjórn samþykki að heimila málsmeðferð á greinargerð og uppdrætti frá Verkís ehf., dags. 25. febrúar 2025, sbr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
12. Geymsluhús neðan Fjarðargötu á Þingeyri. Ósk um lóðarleigusamning - 2024110165
Tillaga frá 647. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 27. febrúar 2025, um að bæjarstjórn samþykki að heimila lóðarleigusamning neðan Fjarðargötu undir geymsluhús, við Fjarðargötu 67 á Þingeyri.
Fundargerðir til kynningar
13. Bæjarráð - 1314 - 2502009F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1314. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 17. febrúar 2025.
Fundargerðin er í 21 lið.
14. Bæjarráð - 1315 - 2502015F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1315. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 24. febrúar 2025.
Fundargerðin er í sex liðum.
15. Bæjarráð - 1316 - 2502020F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1316. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 3. mars 2025.
Fundargerðin er í 15 liðum.
16. Skipulags- og mannvirkjanefnd - 646 - 2501021F
Lögð fram til kynningar fundargerð 646. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 17. febrúar 2025.
Fundargerðin er í 14 liðum.
17. Skipulags- og mannvirkjanefnd - 647 - 2502013F
Lögð fram til kynningar fundargerð 647. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 27. febrúar 2025.
Fundargerðin er í 11 liðum.
18. Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 19 - 2502011F
Lögð fram til kynningar fundargerð 19. fundar skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 19. febrúar 2025.
Fundargerðin er í 6 liðum.
19. Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 154 - 2502017F
Lögð fram til kynningar fundargerð 154. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 26. febrúar 2025.
Fundargerðin er í 3 liðum.