547. fundur bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar

Bæjarstjórn kemur saman til 547. fundar þriðjudaginn 18. febrúar kl. 17.
Fundurinn fer fram í fundarsal bæjarstjórnar, 2. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði og er öllum opinn. Bein útsending af fundinum er á Youtube-rás Ísafjarðarbæjar.
Dagskrá
Almenn mál
1. Byggðakvóti fiskveiðiárið 2024-2025 - 2025010229
Tillaga frá 1312. fundi bæjarráðs, þann 3. febrúar 2025, um að bæjarstjórn samþykki tillögur um sérreglur byggðakvóta Ísafjarðarbæjar.
Málið var tekið fyrir á 546. fundi bæjarstjórnar, þann 6. febrúar 2025, þar sem samþykkt varð að fresta málinu til næsta fundar bæjarstjórnar.
Eru nú tillögur um sérreglur byggðakvóta Ísafjarðarbæjar lagðar fram að nýju
2. Örútboð - Raforka 2025 - 2025010103
Tillaga frá 1313. fundi bæjarráðs, sem haldinn var 10. febrúar 2025, um að bæjarstjórn samþykki að taka tilboði lægstbjóðanda vegna útboðs á raforku fyrir Ísafjarðarbæ, Fasteignir Ísafjarðarbæjar, Byggðasafn Vestfjarða og Hafnir Ísafjarðarbæjar.
3. Mannréttindastefna Ísafjarðarbæjar 2025 til 2028 - 2025010102
Tillaga frá 485. fundi velferðarnefndar, en fundur var haldin þann 11. febrúar 2025, um að bæjarstjórn samþykki drög að mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar 2025-2028 ásamt drögum að gátlista með mannréttindastefnunni.
4. Fundir bæjarstjórnar 2022-2026 - 2022050136
Tillaga forseta bæjarstjórnar um breytingu á dagsetningu fundar bæjarstjórnar, þannig að fundað verði þriðjudaginn 18. mars í stað 20. mars, vegna Landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldið er 20. mars 2025 í Reykjavík.
5. Viðaukar við fjárhagsáætlun 2025 - 2025020006
Tillaga frá 1313. fundi bæjarráðs, en fundur var haldinn þann 10. febrúar 2025, um að bæjarstjórn samþykkja viðauka 01 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2025 vegna sölu Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf. á íbúðum á Þingeyri og Suðureyri til Brákar sem tekinn var fyrir á 107. fundi stjórnar Fasteigna Ísafjarðarbæjar þann 3. febrúar síðastliðinn.
Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 220.000.000,-
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 0 er rekstrarafgangur því óbreyttur í kr. 223.000.000,-.
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 220.000.000,- og rekstrarafgangur hækkar því úr kr. 775.000.000,- í kr. 995.000.000,-
6. Frístundastyrkir - 2024110087
Tillaga frá 18. fundi skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd, en fundur var haldin 4. febrúar 2025, um að bæjarstjórn samþykki reglur um frístundastyrk í Ísafjarðarbæ.
7. Uppbyggingasamningar 2025 - 2024090090
Tillaga frá 18. fundi skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd, en fundur var haldin 4. febrúar 2025, um að gerðir verði uppbyggingarsamningar við eftirfarandi félög. Heildarupphæð úthlutunar er 15.000.000. Nefndin leggur til að upphæðin skiptist eftirfarandi: Golfklúbburinn Gláma: Upphæð 895.748 kr. Bætt aðstaða, smíð á palli um húsið. Skotíþróttafélag Ísafjarðar: Upphæð 5.329.252kr. Skipta út ljósum, mála veggi og gólf með epoxy og endurnýja varmadælu. Skíðafélag Ísfirðinga- Alpagreinar: Upphæð 1.500.000 kr. Aðstaða við Miðfellslyftu, innréttingar í nýja aðstöðu félagsins Skíðafélag Ísfirðinga - skíðaganga: Upphæð 1.200.000 kr. Kaup á tromlu og spora fyrir snjósleða. Knattspyrnudeild Vestra: Upphæð 2.575.000 kr. Fyrsti hluti sjoppubyggingar á stúku við Torfnes. Golfklúbbur Ísafjarðar: Upphæð 3.500.000 kr. Lagfæra og bæta við stíga.
Fundargerðir til kynningar
8. Bæjarráð - 1313 - 2502004F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1313. fundar bæjarráðs sem haldin var 10.febrúar 2025.
9. Hafnarstjórn - 259 - 2502006F
Lagður fram til kynningar 259. fundur hafnarstjórnar sem haldin var 13. febrúar 2025.
Fundargerðin er í 7 liðum.
10. Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 18 - 2501025F
Lögð fram til kynningar fundargerð 18. fundar skóla-, íþrótta og tómstundanefndar sem haldinn var 4. febrúar 2025.
11. Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 153 - 2501029F
Lögð fram til kynningar fundargerð 153. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar frá 05. febrúar 2025.
12. Velferðarnefnd - 485 - 2501022F
Lögð fram til kynningar fundargerð 485. fundar velferðanefndar en fundur var haldin 11. febrúar 2025.
Fundargerðin er í sex liðum.